Færslur: 2020 Mars31.03.2020 22:47Hvað verður um Önnu EA 305
Skrifað af Þorgeir 31.03.2020 18:11Dagur SK 17 Seldur til Eistlands
Rækjubáturinn Dagó hefur verið seldur til Eistlands Dögun á Sauðárkróki hyggst ekki gera út skip til rækjuveiða á Íslandi á þessu ári og hefur sett Dag SK 17 á sölu. Áhöfninni, fimm manns, verður sagt upp en hluta hennar býðst mögulega að halda sínum plássum hjá nýjum eiganda gangi samningar um söluna eftir. Dögun hyggst auka framleiðslu á iðnaðarrækju í verksmiðjunni á Sauðárkróki og stefnt er að vinnslu á 10.000 tonnum á þessu ári. Dögun hefur starfað óslitið frá árinu 1983 og hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju. Rækjuverksmiðjan tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum. Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi. Óskar Garðarsson, framkvæmdastjóri Dögunar, segir ástæður þess að ekki verði gert út á rækjuveiðar þær að veiðarnar standi ekki undir sér. Þar er ekki um lágt verð að sakast heldur ónóga veiði og kostnaðarsamt úthald.
Of hár kostnaður „Rekstrarskilyrði fyrir rækjuútgerð hafa verið erfið í nokkuð mörg ár eða 10-15 ár. Aðallega snýst það um litla veiði sem er undir því sem þarf til að útgerð borgi sig. Kostnaðurinn sem hlutfall af tekjum er of hár þegar aflinn er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir Óskar. Borist hefur tilboð í Dag SK frá Eistlandi þar sem það yrði gert út á rækju undir eistnesku flaggi. Samningurinn er þó ekki frágenginn. Dagur var keyptur 2016 frá Írlandi en skipið var smíðað á Spáni árið 1997.
Skrifað af Þorgeir 31.03.2020 12:12Eimskip tekur tvö skip úr rekstri
Eimskip fækkar um tvö skip í rekstri í byrjun apríl og mun fyrirtækið skila Goðafossi og Laxfossi fyrr en áður var áætlað og þannig lækka fastan rekstrarkostnað, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Þar segir að um tímabundnar breytingar sé að ræða vegna áhrifa útbreiðslu kórónuveirunnar og mun félagið því reka átta skip í stað tíu. Skipin tvö voru í desember seld fyrir um 480 milljónir króna. Frétt af mbl.isEimskip selur gámaskipin Goðafoss og LaxfossBreytingarnar eru miða meðal annars af því að mæta breytta áherslu sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa lagt aukna áherslu á frystar afurðir í kjölfar samdráttar í eftirspurn eftir ferskum afurðum. „Við sjáum að ferskar sjávarafurðir eru að færast í frystar og gerum m.a. breytingar á kerfinu til að mæta því. Á sama tíma leggjum við áherslu á hraða þjónustu fyrir ferskvöru til Íslands og Færeyja. Eimskip hefur gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja öryggi starfsmanna og á sama tíma tryggja áreiðanleika og okkar víðtæku þjónustu til viðskiptavina á þessum fordæmalausu tímum,“ segir Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips. Frétt af mbl.isEngin eftirspurn í FrakklandiÍ tilkynningunni segir að „nýja siglingakerfið mun veita sambærilega þjónustu og áður frá lykilhöfnum og verða með stysta mögulega flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandínavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja“ Kveðst Eimskip ætla meðal annars að halda stysta flutningstíma frá meginlandi Evrópu, Skandínavíu og Bretlandi til Íslands og Færeyja og stuttum flutningstíma frá Íslandi til Rotterdam og Bremerhaven. Auk þess verður þjónusta við ströndina á Íslandi veitt bæði með sjó- og landflutningum Breytingarnar eru sagðar tímabundið siglingakerfi sem Eimskip mun hafa í rekstri þar til samstarfið við Royal Arctic Line hefst en áætlað er að það verði seint á öðrum ársfjórðungi 2020. Skrifað af Þorgeir 30.03.2020 22:44Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrifLjóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu„Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Skrifað af Þorgeir 30.03.2020 20:58Akranes á Seyðisfirði i dag stutt stoppi dag 30 mars kom Akranes nýjasta skip smyril Line til Seyðisfjarðar með vörur skipið stoppaði stutt og hélt siðan áfram til þorlákshafnar og verður þar á morgun þar sem að skipið tekur vörur en Ómar Bogasson tók meðfylgjandi myndir og sendi Siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir afnotin
Skrifað af Þorgeir 30.03.2020 20:26Harstad sækir búnað i Helguvik
Skrifað af Þorgeir 29.03.2020 12:08Helga Maria og Eirikur Ragnarsson
Skrifað af Þorgeir 28.03.2020 15:47Netarall hafið i 25 sinn
Fyrsti bátur lagði af stað í netarall Hafrannsóknastofnunar þann 25. Mars. Næstu daga byrja aðrir bátar einn af öðrum. Netarallið stendur fram í síðari hluta apríl og taka 5 bátar þátt í netarallinu. Magnús SH í Breiðafirði, Saxhamar SH í Faxaflóa, Friðrik Sigurðsson ÁR frá Reykjanesi að Skeiðarárdjúpi, Sigurður Ólafsson SF frá Meðallandsbugt að Hvítingum og Geir ÞH fyrir norðurlandi. Um 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og er þeim dreift innan svæða á helstu hrygningarslóðir þorsks. Á hverju svæði er helmingur lagður í fyrirfram ákveðna punkta, svokallaðar fastar stöðvar en hinn helmingurinn er lausar stöðvar sem skipstjórar ákveða hvar skulu lagðar. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- / þyngdasamsetningu, kynþroska og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig til að meta árlegt magn kynþroska þorsks sem fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Heimild Hafogvatn.is Skrifað af Þorgeir 28.03.2020 11:18Blóðbað i Barentshafi
Sólberg ÓF komið með 1.000 tonn upp úr sjó
Blóðbað í Barentshafinu
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON gugu@fiskifrettir.is „Við komum hingað út 9. mars um hádegisbil. Það var alltaf í spilunum að fara hingað en þetta var í seinna fallinu núna. Við höfum yfirleitt lagt af stað um mánaðamótin janúar-febrúar en samningar gengu eitthvað hægt við Norðmenn að þessu sinni,” segir Sigþór. Útstímið tók ekki nema þrjá sólarhringa enda hrepptu þeir gott veður alla leið. Sama áhöfn er að uppistöðu á Sólbergi og var áður á Mánaberginu. Eftir að hið fyrrnefnda var tekið í drift hefur verið farinn einn túr á ári í Barentshafið en þeir voru tveir á Mánaberginu. Sólbergið er einn fullkomnasti frystitogari landsins með heilmikilli vinnslu um borð. Áhöfnin telur enda 34 menn og fiskurinn er unninn í flök og hnakkastykki og aðra bita. Ekki hafa verið framleiddir hnakkar í túrnum í Barentshafi en heilmikil framleiðsla hefur verið á heimamiðum. Afurðirnar eru frystar og fara vonandi á bestu verðum enda gæðavara. Fullur af loðnu „Aflabrögð hafa að stærstum hluta verið góð. Þetta byrjaði reyndar ekkert sérstaklega. Það hafði verið góð veiði áður en við komum á miðin í janúar og febrúar. Svo kom bakslag í veiðarnar en þær hafa verið með miklum ágætum núna undanfarna tíu daga. Það má lýsa þessu sem blóðbaði síðustu daga. Þetta er vænn fiskur og meðalvigtin síðustu daga er að minnsta kosti 4 kíló og ágætis gota í honum. Hann er fullur af loðnu og hérna er ekki hægt að kvarta undan loðnuleysi þótt engar loðnuveiðar fari fram. Norðmenn láta þorskinn um loðnuna enda er hann vel haldinn. Það er hellings æti í sjónum.“
Á miðunum er heill floti af rússneskum skipum og ekki önnur íslensk skip nema Sólbergið og Örfirisey RE. Sigþór er í spjallfæri við íslenska skipstjóra á erlendum skipum sem þarna eru, þ.e. Kirkella og Santa Princesa sem tengjast Samherja. Veiðar ganga vel hjá flestum.
Kvótinn minni en möguleikarnir „Við gætum tekið um 800 tonn til viðbótar upp úr sjó en við eigum ekki eftir kvóta nema upp á 350-370 tonn til viðbótar. Núna hefur reyndar verið bræla í eina fjóra daga. Við bíðum eftir að það hægist um. En sjólagið er mildara hérna þó við höfum alveg lent í því í gegnum árin að fá á okkur mikinn sjó. Hérna er lofthitinn sitt hvorum megin við núllið og sjávarhitinn er rúmar 5 gráður og botnhitinn nálægt 6 gráðum.“
Lítið er af ýsu á miðunum. Meðafli með þorskinum má ekki fara yfir 30%. Þorskur í þessum túr er á milli 80-90% af afla.
„Nú á eftir að koma í ljós hvað fæst fyrir afurðirnar því það eru vissulega blikur á lofti. Ég býst samt við því að frosinn fiskur komi betur út úr þessari stöðu en margt annað.“
Skrifað af Þorgeir 27.03.2020 23:44Enn truflar veður veiðar
Frystitogarinn Blængur NK kom til Neskaupstaðar í gær að lokinni 20 daga veiðiferð. Aflinn var 500 tonn upp úr sjó og blandaður. Verðmæti aflans var tæplega 180 milljónir króna. Heimasíðan ræddi við Bjarna Ólaf Hjálmarsson skipstjóra og var fyrst spurt hvar skipið hefði verið að veiðum. „Við fórum hringinn. Við byrjuðum hér fyrir austan og fórum þaðan suður fyrir. Annars getum við ekki kvartað hvað veiðina varðar. Alls staðar var þokkalegasta kropp og veiðiferðin telst góð. Gert er ráð fyrir að skipið fari út á ný á sunnudag og það eru gerðar ýmsar ráðstafanir til að tryggja að Covid-19 komist ekki um borð. Til dæmis fór öll áhöfnin frá borði í gærmorgun og þá var skipinu læst. Það verður svo ekki opnað á ný fyrr en hálftíma fyrir brottför. Þá gilda strangar reglur um áhöfnina. Einn úr áhöfninni á konu í sóttkví og hann fer að sjálfsögðu ekkert heim á meðan staldrað er við í landi. Það verður að taka þetta föstum tökum,“ segir Bjarni Ólafur. Skrifað af Þorgeir 26.03.2020 21:25Allir Bátar Hvalaskoðunnarfyrirtækja bundnirþað er hálf erfið staða hjá Hvalaskoðunnarfyrirtækjum i Eyjafirði þetta timabil sem að nú er að hefjast þar sem að að samkomubann hefur verið sett á og einsýnt að hvalaskoðun gengur ekki þvi að ekki fleiri en tveir geta komið saman i hóp við þessu hafa fyrirtækin brugðist með þvi að fella niður Allar ferðir til að minnsta kosti til 14 april og jafnvel lengur en i samtali við forsvasfólk þessara fyrirtækja fannst þeim hvalaskoðunin gengið vel i vetur nema óveðurskaflinn i desember og janúar þar sem litið var hægt að sigla og veður slæmt hinsvegar þykir það tiðindum sæta að talsvert af Hnúfubak hefur sýnt sig inná Pollinum og jafnvel nokkir saman og hefur sést til hvals allveg norður að Gjögrum i minni Eyjafjarðar
Skrifað af Þorgeir 26.03.2020 14:18Hlé á Kolmunnaveiðum framyfir páska
Nú eru öll kolmunnaskipin sem landa hjá Síldarvinnslunni komin til hafnar af miðunum vestur af Írlandi. Bjarni Ólafsson AK kom til Neskaupstaðar á föstudag með 1.200 tonn og Börkur NK kom þangað á sunnudag með 2.200 tonn. Loks kom Beitir NK á mánudag með 1.750 tonn. Nú verður gert hlé á veiðunum fram undir páska en þá munu veiðar væntanlega hefjast á ný á gráa svæðinu suður af Færeyjum. Hafþór Eiríksson, verksmiðjustjóri í Neskaupstað, segir að vinnsla á kolmunnanum hafi gengið afar vel. Úr honum fæst gott mjöl og eitthvað lýsi, en lýsið í fiskinum hefur farið minnkandi enda er hann að horast mjög um þessar mundir. Heimasiða svn.is
Skrifað af Þorgeir 26.03.2020 13:59Þjálfun á Magna frestað vegna veirunnar
Nýi dráttarbáturinn Magni, sem kom til landsins í lok febrúar, hefur reynst vel en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn í sambandi við þjálfun starfsmanna. Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum, segir að þegar þjálfunin hafi verið búin að standa yfir í viku hafi Hollendingarnir sem hafi séð um hana verið kallaðir heim vegna veirunnar sunnudaginn 15. mars. „Við höfum því aðeins verið að fikra okkur sjálfir áfram,“ segir hann og bætir við að vegna góðra aðstæðna í fyrradag hafi báturinn verið notaður til að færa skip Eimskips í Reykjavíkurhöfn. Þá standi til að taka þjálfun með Landhelgisgæslunni í dag eða á morgun. „Við förum mjög varlega,“ segir Gísli um stöðuna og nefnir að ekki hafi verið hægt að halda áfram þjálfun í Stýrimannaskólanum vegna veirunnar. „Við tökum hænuskref,“ segir hann. 200 milur mbl.is Skrifað af Þorgeir 26.03.2020 09:35Við verðum að stækka hrattSkaginn 3X með verkefni út um allan heim
Flæðilínur, ofurkæling, mannlausar lestar, risavaxin verkefni út um allan heim og framundan er fjórða iðnbyltingin í landvinnslunni. Allt hefur þetta orðið til í hugskoti íslenskra frumkvöðla og fáir þekkja söguna betur en Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skagans 3X. Burðarásinn í atvinnulífinu á Akranesi er Skaginn 3X. Fyrirtækið og umfang þess stækkar með hverju árinu. Nú er svo komið að framleiðslan á Sindragötu á Ísafirði hefur sprengt utan af sér og sömu sögu er að segja á Akranesi. Framundan eru mörg stór verkefni, ekki síst erlendis, og innleiðing nýrrar tækni í eigin framleiðslu fyrirtækisins. Ingólfur Árnason er driffjöðurin að baki fyrirtækinu og stærsti eigandi. Að loknu tæknifræðinámi í Danmörku á níunda áratugnum hóf hann störf hjá Framleiðni, sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hans hlutverk var að heimsækja fiskvinnslur víða um land og innleiða nýja tækni. Á þessum árum var allur fiskur flakaður í bökkum og bakkarnir fluttir fram og til baka með handafli. Þá fæddist honum sú hugmynd að færa vinnuna inn á færibönd og útkoman var sú að fyrsta flæðilínan var kynnt til sögunnar 1983. Þar með var flæðilínuvæðingin hafin í íslenskri fiskvinnslu. Hugmyndin og heitið á fyrirbærinu varð til í hugskoti Ingólfs, sem og enska útgáfan flowline. Með flæðilínunni urðu miklar framfarir og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Mjór er mikils vísisFyrir um 30 árum þótti mjög gott ef nýtingin úr þorski í flök væri 40-43% en Ingólfur bendir á að hún sé nú miklu nær 48-50%. Þannig hefur fiskvinnslunni fleygt fram á þremur áratugum. Þessi 7 prósentustiga aukning úr 40-43% nýtingu í 48-50% nýtingu þýðir að nýtingin á hverjum þorski hefur aukist um 20%. Þetta má þakka flæðilínuvæðingunni og því að láta fiskinn ekki stöðvast í vinnslunni. Þetta gerist með betri meðferð á hráefninu sem hefst strax úti á sjó og hvatinn er ekki síst takmörkuð auðlind og nauðsyn þess að fullnýta hráefnið. Kvótakerfið var tekið upp á svipuðum tíma og flæðilínuvæðingin hófst og á örfáum árum var búið að flæðilínuvæða allt Ísland. Í framhaldinu var tæknin innleidd í Noregi, Kanada og víðar um heim. Ingólfur fór í framhaldinu að starfa sjálfstætt og í samstarfi við Þorgeir & Ellert á Akranesi sem tóku að sér smíðavinnu. Í dag eru Skaginn og Þorgeir & Ellert systurfyrirtæki. Við tók þróun og smíði á næstu kynslóð flæðilína sem var með vigtareftirliti. Til varð fyrsta vigtartengda flæðilínan sem sýndi nýtinguna frá hverjum starfsmanni, afköst og fleira. Innleiðing á þessari tækni hófst árið 1988 og var mikið framfaraspor fyrir fiskvinnsluna og stuðlaði að mikilli framleiðniaukningu. Ný kynslóð flæðilínu hafði verið þróuð í samstarfi við Pólstækni á Ísafirði sem á þessum árum var annað tveggja, lítilla fyrirtækja sem sérhæfði sig í framleiðslu á vogum. Hitt var Marel. Fyrsta vigtartengda flæðilínan var seld til Vestmanna í Færeyjum. Um svipað leyti fór Pólstækni í gjaldþrot. Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri og núverandi forstjóri Samgöngustofu, var þá hægri hönd Geirs Gunnlaugssonar, forstjóra Marel. Hann hafði samband við Ingólf og bauð upp á samstarf við Marel. Fyrsta skurðarvélinSamstarfið við Marel varði í talsverðan tíma og samhliða því byrjar Ingólfur einnig að þróa fyrstu sjálfvirku skurðarvélina. „Menn höfðu nú ekki mikla trú á því að unnt væri að skera fisk á milli færibanda en við smíðuðum vél og sýndum fram á að það væri hægt. Í framhaldinu gerði ég samning við Marel um að fyrirtækið smíðaði fyrstu skurðarvélina með myndavél fremst í henni. Það hittist þannig á að hjá Marel vann ungur maður að sínu doktorsverkefni og sérsvið hans var myndgreiningartækni. Hann hafði þróað tæki fyrir færabandaflokkara sem átti að greina sporð frá miðstykki eða hnakka. Marel nefndi tækið formflokkara. Doktorsefnið var Hörður Arnarson, núverandi forstjóri Landsvirkjunar. Ég hafði séð þessa tækni og fannst kjörið að tengja hana við nýju skurðarvélina. Það varð úr og til varð fyrsta skurðarvélin með myndgreiningartækni og hún rokselst enn þann dag í dag hjá Marel. Hún hefur auðvitað verið þróuð mikið áfram en það voru við Hörður sem gerðum fyrstu skurðarvélina með myndgreiningartækni,“ segir Ingólfur. Ingólfur seldi Marel framleiðsluréttinn á skurðarvélinni sem hann segir nú að hafi verið mikil mistök af sinnu hálfu. Marel hóf einnig framleiðslu á flæðilínum þegar fyrirtækið flutti framleiðslu sína í Garðabæinn enda var þessi uppfinning Ingólfs ekki einkaleyfisvernduð. Skaginn 3X verður til1998 stofnaði Ingólfur fyrirtækið Skagann. Hófst strax á vegum nýstofnaðs fyrirtækis útflutningur á vigtartengdum flæðilínum um allan heim. Það sem hefur einkennt feril Ingólfs og fyrirtækja hans er framsýni. Nú var búið að flæðilínuvæða vinnsluna en fjölmörg verkefni önnur í tengslum við meðferð sjávarafla voru framundan. Skaginn fór að beina sjónum sínum að kælitengdum lausnum. Undanfarin 20 ár hefur fyrirtækið unnið að þróun á kælitækni og hefur sá þáttur starfseminnar vaxið gríðarlega. Fyrir fjórum árum varð 3X Technology á Ísafirði systurfélag Skagans. Hófst þá þróun á enn einni byltingarkenndri tækninni sem ekki sér fyrir endann á, íslausri kælitækni. Þróunarvinnan byggði á góðu samstarfi við FISK Seafood, Iceprotein á Sauðárkróki og Matís sem styrkt voru af Tækniþróunarsjóði og AVS-sjóðnum. Sambærilegt þróunarsamstarf hefur átt sér stað hvað varðar nýsköpun í uppsjávarvinnslum sem jafnframt hefur verið stutt af opinberum sjóðum. Þau fyrirtæki sem hvað mest hafa rutt brautina með Skaganum 3X, í uppsjávarlausnum, eru HB Grandi, Síldarvinnslan, Eskja, Skinney-Þinganes, Ísfélagið í Vestmanneyjum og færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic.
|
Eldra efni
Um mig Nafn: Þorgeir BaldurssonFarsími: 8620479Tölvupóstfang: thorgeirbald62@gmail.comHeimilisfang: Reynihlið 15 D 604 HörgárbyggðStaðsetning: HörgárbyggðUm: Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist SjávarútvegiTenglar
Flettingar í dag: 3981 Gestir í dag: 17 Flettingar í gær: 4063 Gestir í gær: 33 Samtals flettingar: 1123107 Samtals gestir: 52258 Tölur uppfærðar: 18.1.2025 08:21:18 |
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is